Karólína Vilhelmsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Karólína Vilhelmsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 7. september 1820 í Kornhól og lést 25. október 1847.
Foreldrar hennar voru Vilhelm Veiser trésmiður í Kornhól og Sigríður Nikulásdóttir, þá vinnukona í Kornhól, f. 12. nóvember 1788, d. 16. maí 1859.

Karólína var 14 ára fósturbarn hjá Þorbjörgu Jónsdóttur ekkju á Oddsstöðum 1835 og 20 ára vinnukona hjá Arnfríð Jónsdóttur húsfreyju á Oddsstöðum 1840 og 1845, þá skráð Veisersdóttir.

Maður Karólínu, (3. október 1846), var Sveinn Sveinsson bóndi á Kirkjubæ, f. 16. janúar 1801, d. 18. september 1878.
Hún var fyrri kona hans.
Þau Sveinn voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.