Jósef Birgir Óskarsson
Jósef Birgir Óskarsson frá Sólvöllum, skipstjóri í Hafnarfirði fæddist 26. nóvember 1933 á Sólvöllum og lést 30. nóvember 2006.
Foreldrar hans voru Elías Óskar Illugason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975, og kona hans Elín Jósefsdóttir húsfreyja, síðar bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, f. 30. júní 1915 í Reykjavík, d. 20. maí 1996.
Jósef fluttist með foreldrum sínum í Garðinn og til Hafnarfjarðar 1946 og ólst þar upp.
Sjómennska var aðalstarf hans. Hann lauk 120 lesta prófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík 1961.
Hann byrjaði formennsku á m.b. Hersteini RE 351 1960, síðar með Blíðfara GK 40, Guðbjörgu GK 6, Þorbjörgu GK 540, Sædísi ÁR 14 o.fl. báta.
Jósef lést 2006.
I. Kona hans, (skildu), var Ásta Guðlaug Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1943 í Reykjavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.