Elín Jósefsdóttir (Sólvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Jósefsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fæddist 30. júní 1915 í Reykjavík og lést 20. maí 1996 á Vífilsstaðaspítala .
Foreldrar hennar voru Jósef Gottfred Blöndal Magnússon trésmíðameistari í Reykjavík, f. 27. maí 1881, d. 17. maí 1923, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós, húsfreyja, f. 24. nóvember 1886, d. 16. september 1957.

Elín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var ,,ættingi húsfreyju“ á Sólvöllum á heimili Páls Kolka læknis 1930. Hún var systurdóttir Guðbjargar konu hans.
Þau Óskar bjuggu á Sólvöllum við giftingu 1933 og við fæðingu Jósefs Birgis þar 1933.
Hjónin fluttust í Garðinn, þar sem Óskar var skipstjóri. Þar eignuðust þau tvo syni.
Þau fluttust til Hafnarfjarðar 1946. Þar varð Elín bæjarfulltrúi og sat í hafnarnefnd, var forystukona í félagsstörfum, m.a. slysavarnadeildinni Hraunprýði, Berklavörn, störfum félags aldraðra og sjálfstæðiskvennafélaginu Vorboða.
Óskar lést 1975 og Elín 1996.

I. Maður Elínar, (1. júlí 1933), var Elías Óskar Illugason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975.
Börn þeirra:
1. Jósef Birgir Óskarsson skipstjóri, f. 26. nóvember 1933 á Sólvöllum, d. 30. nóvember 2006. Kona hans, (skildu), var Ásta G. Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1943 í Reykjavík.
2. Skúli Grétar Óskarsson vélstjóri í Hafnarfirði, f. 16. júlí 1939 í Reykjavík. Kona hans Rós Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1947 í Reykjavík.
3. Illugi Þórir Óskarsson vélstjóri í Hafnarfirði, f. 24. janúar 1944 í Gerðum í Garði. Kona hans: Guðrún Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1942 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. maí 1996. Minning Elínar Jósefsdóttur..
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.