Jónína Guðjónsdóttir (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Guðjónsdóttir frá Sandfelli við Vestmannabraut 36, húsfreyja fæddist 21. mars 1903 í Steinum u. Eyjafjöllum og lést 15. apríl 1995.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 24. nóvember 1873 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 1. júlí 1941, og kona hans Ingveldur Unadóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1869 á Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 29. desember 1940.

Börn Ingveldar og Guðjóns:
1. Þuríður Guðjónsdóttir, f. 1. október 1890 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1890.
2. Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri, f. 10. mars 1893 á Moldnúpi, d. 13. apríl 1959.
3. Hallgrímur Guðjónsson skipstjóri, f. 8. maí 1894, drukknaði 24. ágúst 1925.
4. Guðjón Elías Guðjónsson, f. 7. apríl 1897 á Moldnúpi, d. 19. júlí 1897.
5. Þuríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1898 á Moldnúpi, d. 17. maí 1981.
6. Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 26. júlí 1900 í Eyjum, d. 8. apríl 1929.
7. Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1903 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1995.
8. Árný Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1905, d. 10. ágúst 1943.
9. Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdóttir húsfreyja, leikkona, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998.

Jónína var tökubarn hjá Bergi Jónssyni og Elínu Pétursdóttur á Minni-Borg u. Eyjafjöllum 1904-1905, á Eyvindarhólum þar 1906 og fluttist með þeim til Eyja 1907. Hún var hjá þeim í Péturshúsi við Urðaveg 1910. Hún var með foreldrum sínum á Sandfelli 1920.
Þau Þórður giftu sig 1921, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 76 1927, á Búrfelli við Hásteinsveg 12 1930, í Fagradal við Bárustíg 16B 1940, voru á Urðavegi 42 1945, bjuggu þar við Gosið 1973. Í ellefu ár eftir eldgosið 1973 bjuggu þau hjón hjá dóttur sinni Kristínu, og tengdasyni, Einari Norðfjörð, í Reykjavík, en þá aftur í Eyjum. Þau Þórður dvöldu í Hraunbúðum. Síðast dvaldi Jónína á Heiðarvegi 56.
Þórður lést 1993 og Jónína 1995.

I. Maður Jónínu, (19. október 1921), var Þórður Halldór Gíslason netagerðarmeistari, meðhjálpari, f. 20. júlí 1898, d. 17. mars 1993.
Börn þeirra:
1. Ingveldur Jónína Þórðardóttir húsfreyja, f. 1. október 1922 á Dyrhólum, d. 2. febrúar 2012. Maður hennar var Rútur Snorrason.
2. Hallgrímur Þórðarson netagerðarmeistari, f. 7. febrúar 1926 á Grímsstöðum, d. 8. október 2013. Kona hans var Guðbjörg Einarsdóttir.
3. Ellý Björg Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, matráðskona, f. 13. apríl 1936 á Bárustíg 18, d. 24. desember 2003. Fyrri maður hennar Hreinn Svavarsson, síðari maður hennar Tryggvi Maríasson.
4. Kristín Karítas Þórðardóttir húsfreyja, talsímavörður, f. 18. mars 1941 í Fagradal, d. 20. desember 2000. Maður hennar Einar Norðfjörð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.