Jón Ingibergsson
Jón Ingibergsson frá Undirhrauni (Melhól) í Meðallandi, sjómaður fæddist 12. september 1899 og drukknaði 15. ágúst 1923.
Foreldrar hans voru Ingibergur Þorsteinsson bóndi, f. 30. desember 1856, d. 30. júlí 1942, og síðari kona hans Guðríður Árnadóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1873, d. 22. október 1950.
Börn Guðríðar og Ingibergs:
1. Steindór Ingibergsson, f. 15. október 1897, d. 26. nóvember 1897.
2. Jón Ingibergsson sjómaður, f. 12. september 1899, drukknaði 15. ágúst 1923.
3. Árni Ingibergsson, f. 25. maí 1903, d. 6. febrúar 1928.
4. Valgerður Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1905.
5. Málfríður Guðlaug Ingibergsdóttir kennari, f. 31. júlí 1907, d. 1. febrúar 1932.
6. Katrín Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1908, d. 10. október 2004.
7. Vilhjálmur Kristinn Ingibegsson húsasmiður, f. 30. nóvember 1909, d. 20. apríl 1988.
8. Karólína Ingibegsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1911, d. 28. nóvember 1966.
9. Sveinbjörg Ingibergsdóttir vinnukona, f. 24. ágúst 1912, d. 19. apríl 1996.
10. Ragnheiður Ingibergsdóttir vinnukona, f. 30. október 1913, d. 23. febrúar 1997.
11. Eyþór Ingibergsson múrarameistari, f. 6. apríl 1915, d. 24. júní 1984.
Jón var með foreldrum sínum á Undirhrauni (Melhól) til 1922.
Hann fór til Eyja 1922, var sjómaður á Hvanneyri.
Þau Eyjólfína giftu sig 1922 í Eyjum, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Hvanneyri.
Jón drukknaði við Skálá á Langanesi 1923.
I. Kona Jóns, (16. desember 1922), var Eyjólfína Guðrún Sveinsdóttir frá Melhól (Undirhrauni) í Meðallandi, húsfreyja, f. þar 9. janúar 1897, d. 27. maí 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.