Eyjólfína Guðrún Sveinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfína Guðrún Sveinsdóttir frá Melhól (Undirhrauni) í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 9. janúar 1897 og lést 27. maí 1967.
Foreldrar hennar voru Sveinn Þorsteinsson bóndi, f. 29. maí 1861, d. 1944, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir frá Grímsstöðum í Meðallandi, húsfreyja, f. þar 21. september 1857, d. 30. desember 1934.

Eyjólfína var með foreldrum sínum á Melhól til 1910, á Feðgum (Staðarholti) þar 1910-1922.
Hún fór til Eyja 1922.
Þau Jón giftu sig 1922 í Eyjum, bjuggu á Hvanneyri. Þau eignuðust ekki börn.
Jón drukknaði 1923.
Þau Einar Sigurþór giftu sig 1928, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Moldnúpi u. Eyjafjöllum.
Eyjólfína Guðrún lést 1967 og Einar 1969.

I. Maður Eyjólfínu Guðrúnar, (16. desember 1922), var Jón Ingibergsson frá Undirhrauni (Melhól) í Meðallandi, sjómaður, f. 12. september 1899, drukknaði 15. ágúst 1923.

II. Maður hennar, (28. október 1928), var Einar Sigurþór Jónsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, bóndi, f. 26. apríl 1902, d. 31. október 1969. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi, f. 26. maí 1870, d. 30. janúar 1950, og kona hans Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 1870, d. 12. apríl 1910.
Börn þeirra:
1. Guðjón Einarsson, f. 16. júlí 1929, d. 18. apríl 2020.
2. Sigríður Einarsdóttir, f. 11. ágúst 1930.
3. Eyþór Einarsson, f. 13. ágúst 1931, d. 4. október 2019.
4. Baldvin Einarsson, f. 22. mars 1934, d. 8. maí 2018.
5. Guðrún Einarsdóttir, f. 23. september 1935.
6. Sigurjón Einarsson, f. 29. maí 1938.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.