Jóhanna Guðný Sigurðardóttir
Jóhanna Guðný Sigurðardóttir verslunarmaður fæddist 25. maí 1924 og lést 1. mars 2009.
Foreldrar hennar Stefanía Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997, og maður hennar Sigurður Jónsson vélsmiður, f. 7. desember 1897, d. 16. apríl 1960.
Börn Stefaníu og Aðalsteins:
1. Leifur Ársæll Aðalsteinsson skrifvélavirki, framkvæmdastjóri, f. 30. nóvember 1943. Kona hans Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði.
2. Aðalsteinn Ólafur Aðalsteinsson skrifvélavirki, f. 3. nóvember 1945. Kona hans Ásdís Elín Júlíusdóttir.
Barn Stefaníu frá hjónabandi hennar og Sigurðar Jónssonar og fósturbarn Aðalsteins:
3. Jóhanna Guðný Sigurðardóttir, síðast að Austurbrún 2 í Reykjavík, f. 25. maí 1924 á Aðalbóli, d. 1. mars 2009.
Jóhanna varð berklaveik og barðist lengi við sjúkdóminn.
Hún var ógift og barnlaus.
Jóhanna bjó í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Leifur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.