Sigurður Jónsson (vélsmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson frá Seljavöllum, vélsmiður fæddist 7. desember 1897 og lést 16. apríl 1960.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Lambafelli, bóndi á Seljavöllum, f. 11. september 1866, d. 23. maí 1936, og fyrri kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. maí 1865, d. 24. október 1903.

Nokkrir afkomendur Jóns Jónssonar bónda á Seljavöllum ok kvenna hans Ragnhildar Sigurðardóttur og Sigríðar Magnúsdóttur.
a) Guðjón Jónsson vélsmíðameistari í Magna, f. 22. febrúar 1891. Móðir Ragnhildur.
b) Sigurður Jónsson vélsmiður, síðar í Reykjavík, f. 7. desember 1897, d. 16. apríl 1960. Móðir hans Ragnhildur. Kona hans Stefanía Jóhannsdóttir.
c) Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Faxastíg 8a, f. 8. apríl 1905 á Seljavöllum, d. 14. mars 1987. Móðir hennar Sigríður. Hún var kona Kjartans Jónssonar sjómanns, vélsmiðs.
d) Magnús Jónsson vélstjóri á Hásteinsvegi 58, f. 17. ágúst 1909, d. 12. desember 1988, sonur Sigríðar. Kona hans var Lilja Sigurðardóttir.
e) Vigfús Jónsson vélsmíðameistari, f. 11. apríl 1913, d. 22. desember 1970, sonur Sigríðar. Kona hans Salóme Gísladóttir.
f) Ásta Gréta Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1916, d. 6. ágúst 1945. Móðir hennar Sigríður. Maður hennar Samúel Ingvarsson.
Stjúpsonur Jóns á Seljavöllum og sonur Sigríðar Magnúsdóttur var
g) Jón Ólafur Eymundsson Jónsson rennismiður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 12. nóvember 1901, d. 9. september 1985.

Bræður Jóns á Seljavöllum og nokkrir afkomendur hér nefndir voru:
1. Sveinn Jónsson bóndi í Selkoti, f. 7. október 1874, d. 15. janúar 1920, og kona hans Valgerður Anna Tómasdóttir, foreldrar Selkotsbræðra:
a) Guðjóns,
b) Hjörleifs,
c) Tómasar og
d) Sigfúsar Sveinssona.
2. Ólafur Jónsson bóndi í Skarðshlíð, f. 23. janúar 1865, d. 14. júní 1927, kvæntur Önnu Skæringsdóttur. Þau voru foreldrar
a) Skærings Ólafsson bónda í Skarðshlíð, síðar í Eyjum, f. 7. desember 1890, d. 28. júlí 1984. b) Guðlaugar Ólafsdóttur húsfreyju í Fagurhól, f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970. Maður hennar var Markús Sæmundsson.
c) Jóns Ólafssonar útgerðarmanns á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946, kvæntur Stefaníu Einarsdóttur og Guðrúnu Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.
3. Vigfús Jónsson bóndi á Raufarfelli, f. 30. nóvember 1861, d. 10. desember 1894. Kona hans Kristín Brandsdóttir. Þau voru foreldrar
a) Ólafs Vigfússonar skipstjóra í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974. Kona hans Kristín Jónsdóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum, en móðir hans lést 1903. Hann var með föður sínum og Sigríði Magnúsdóttur stjúpmóður sinni til 1919, en þá fluttist hann til Eyja. Hann nam vélsmíði hjá Thomsen og var lærlingur til heimilis hjá honum á Hnausum 1919 og 1920 .
Þau Stefanía giftu sig 1922, bjuggu þá á Fögrubrekku, á Aðalbóli við fæðingu Jóhönnu Guðnýjar 1924, á Hásteinsvegi 25 1927. Hann varð sjúklingur á Vífilsstöðum, en var með fjölskyldu sinni á Hásteinsvegi 28 1930 og 1934. Þau bjuggu enn á Hásteinsvegi 28 1940, en þar bjó einnig Aðalsteinn Indriðason. Þau Aðalsteinn og Stefanía eignuðust barn á Hásteinsvegi 28 í nóvember 1943. Sigurður var skráður sjúklingur þar 1945. Aðalsteinn og Stefanía og Leifur eru skráð þar efst, þá Jóhanna Guðný, þá Guðjón bróðir Sigurðar, en Sigurður neðstur, skráður sjúklingur.
Þau Stefanía skildu.
Sigurður flutti til Reykjavíkur, var um skeið á Reykjalundi, bjó síðast á Fjölnisvegi 8. Hann lést 1960.

I. Kona Sigurðar, (3. júní 1922, skildu), var Stefanía Jóhannsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Guðný Sigurðardóttir, f. 25. maí 1924 á Aðalbóli, d. 1. mars 2009.

II. Kona Sigurðar, (29. júní 1956), var Elín Sigurðardóttir frá Stekk í Hafnarfjarðarsókn, húsfreyja, kjólasaumameistari, f. 18. nóvember 1915, d. 12. júlí 2004. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon bóndi í Krísuvík og á Stekk við Hafnarfjörð, f. 17. júní 1868 í Digranesi á Seltjarnarnesi, d. 18. september 1936, og Helga Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1. október 1879 í Kjarnholtum í Biskupstungum, Árn., d. 22. desember 1944.
Barn þeirra:
2. Sigurður Hjalti Sigurðsson meinatæknir í Reykjavík, f. 14. janúar 1956 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.