Johanne Amalie Christiane Möller

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Amalía Möller frá Juliushaab fæddist 20. janúar 1850 og lést 18. apríl 1914.
Foreldrar hennar voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1821, d. 7. september 1899.

Systkini Jóhönnu í Eyjum voru:
1. Marie Sophie Frederikke Möller, f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.
2. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
3. Hansína Möller húsfreyja, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.
4. Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
5. Carl Axel Möller símstjóri, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.
6. Haraldur Lúðvík Möller trésmíðameistari, kaupmaður, f. 14. apríl 1861, d. 21. september 1931.

Jóhanna var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Faðir hennar lést, er hún var 11 ára.
Hún var með móður sinni í Juliushaab 1861, var tökubarn í Garðinum 1862-1864 hjá Pétri Bjarnasen og Jóhönnu Karólínu, léttastúlka hjá þeim 1865 og 1866, vinnukona þar 1867, þjónustustúlka þar 1868. 1870 hafði hún fylgt Jóhönnu Karólínu í Godthaab, er hún giftist Jes Nicolai Thomsen, og var þjónustustúlka hjá þeim þar.
Hún fór að Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1871, en kom til Reykjavíkur frá Skálholti í Biskupstungum 1882.
Jóhanna Amalía var saumakona í Mjóstræti 6 í Reykjavík 1890, leigjandi á Tjarnargötu 6 í Reykjavík 1901 og 1910.
Hún lést 1914 ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.