Jarþrúður Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jarþrúður Guðmundsdóttir.

Jarþrúður Guðmundsdóttir frá Þóroddsstöðum í Ölfusi, húsfreyja fæddist þar 19. apríl 1925 og lést 16. október 2006 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson Breiðdal, f. 15. júlí 1895, d. 18. júní 1962, og Helga Gísladóttir, f. 30. júní 1895, d. 7. apríl 1943.

Þau Einar giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á þriðja ári sínu. Þau bjuggu í Hafnarfirði, Eyjum, í Dalasýslu, að lokum í Kópavogi.
Jarþrúður dvaldi síðast á Vífilsstöðum.
Hún lést 2006 og Einar 2014.

I. Maður Jarþrúðar, (22. desember 1946), var Einar Árnason frá Vík í Mýrdal, kaupfélagsstjóri, skrifstofumaður, kaupmaður, f. 27. nóvember 1924, d. 22. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Helga Einarsdóttir, f. 1. apríl 1949. Maður hennar Karl Magnús Kristjánsson
2. Arna Einarsdóttir, f. 11. desember 1957, d. 12. ágúst 1960.
3. Arna Einarsdóttir, f. 6. apríl 1963. Maður hennar Konráð Konráðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 25. október 2006. Minning.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.