Jakobína Jónsdóttir (Drífanda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jakobína Jónsdóttir frá Brekkukoti í Ólafsfirði, húsfreyja fæddist 18. ágúst 1919 á Ólafsfirði og lést 27. júní 1978.
Foreldrar hennar voru Jón Friðgeir Bergsson sjómaður, f. 12. maí 1883, d. 29. mars 1942, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. september 1887, d. 27. nóvember 1949.

Börn Margrétar og Jóns – í Eyjum:
1. Óli Jónsson sjómaður, f. 27. júní 1909, d. 30. júlí 1981.
2. Jakobína Jónsdóttir, kona Júlíusar Sigurðssonar á Skjaldbreið.
3. Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1924, d. 28. mars 2007.
4. Bergur Ragnar Jónsson sjómaður, öryrki, f. 22. maí 1929, d. 8. júlí 1996.

Jakobína var með foreldrum sínum í æsku, var á Ólafsfirði 1930.
Hún eignaðist Inga Árna á Ólafsfirði 1946 og fluttist til Eyja.
Þau Júlíus hófu sambúð 1946, bjuggu í Drífanda, Bárustíg 2 1947 og 1949, en á Landamótum, Vesturvegi 3A síðar á árinu. Þau voru komin að Hólmgarði, Vestmannabraut 12 1960 og bjuggu þar 1963, bjuggu á Skjaldbreið um skeið. Þau bjuggu í Höfða, Hásteinsvegi 21 við Gos, en á Hjallabraut 5 í Hafnarfirði eftir Gos.
Júlíus lést 1974 og Jakobína 1978.

Maður Jakobínu var Júlíus Sigurðsson skipstjóri frá Skjaldbreið, f. 2. júlí 1912, d. 1. október 1974.
Börn þeirra:
1. Ingi Árni Júlíusson, f. 20. ágúst 1946 á Ólafsfirði.
2. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, f. 24. september 1947 á Bárugötu 2. Hún var fósturbarn Ágústu Guðrúnar Árnadóttur og Óskars Sigurðssonar bænda í Hábæ í Þykkvabæ.
3. Hanna Júlíusdóttir, f. 7. ágúst 1949 á Bárugötu 2. Maður hennar Erlingur Bjarnar Einarsson.
4. Júlíana Júlíusdóttir, f. 11. júlí 1950 á Vesturvegi 3 A.
5. Þuríður Júlíusdóttir, f. 2. janúar 1952.
6. Hafdís Björg Júlíusdóttir (Hafdís Björg Hilmarsdóttir), f. 29. júní 1953. Hún varð kjörbarn Rósu Snorradóttur og Hilmars Rósmundssonar.
7. Hólmfríður Guðlaug Júlíusdóttir, f. 7. febrúar 1955.
8. Sigurjón Júlíusson, f. 26. ágúst 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.