Jörgen Henrik Nicolai Johnsen

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jörgen Henrik Nicolai Johnsen kaupmaður á Papósi fæddist 23. apríl 1850 í Kornhól.
Foreldrar hans voru Jörgen Johnsen verslunarstjóri í Danskagarði, síðar kaupmaður í Hafnarfirði og á Papósi, f. 1822, og kona hans Hanne Marie Henriette Johnsen, f. 27. apríl 1828.

Jörgen fluttist til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum.
Hann kom frá Danmörku að Papósi 1875 með konu sinni Hanne M. Ch. Johnsen, bæði 25 ára. Þau eignuðust son þar 1877, en hann lést nýfæddur. Annan son eignuðust þau 1878.
Þau fóru til Danmerkur 1878 með son sinn.
Jörgen H.N. er skráður kaupmaður á Papósi 1880, fæddur í Vestmannaeyjum.
Hjónin voru á Papósi 1883 með 2 börn sín, Jörgen Frederich, Christine Johanne og stúlkuna Önnu Cathrine Jensine Johnsen 16 ára „húsjómfrú“. Sama fólk 1884. 1885 var Jörgen Fred. Ferd. Johnsen, 7 ára sendur til náms í Kaupmannahöfn og Anne Cathrine Jensine var ekki með þeim.
1886 var Helga Solveig með þeim, nýfædd.
Þau fóru til Danmerkur 1889 með dóttur og þá var Eggert Benediktsson skráður verslunarstjóri á Papósi.
1895 var Ottó Tulinius kaupmaður þar.

Kona Jörgens Henriks Nicolai Johnsens var Hanne Marie Christiane Johnsen, f. um 1850, (skráð yfirleitt Anna í sóknarmannatali).
Börn þeirra hér:
1. Jörgen Frederich Ferdinand Lorenz Johnsen, f. 11. apríl 1877 á Papósi, d. 18. apríl 1877.
2. Jörgen Frederich Ferdinand Lorenz Johnsen, f. 22. júní 1878. Hann fluttist með foreldrum sínum til Danmerkur 1878, kom aftur með þeim, en fór til náms í Kaupmannahöfn 1885, 7 ára.
3. Christine Johanne Johnsen, f. um 1879, fór líklega til Danmerkur 1887.
3. Helga Solveig Johnsen, f. 28. júní 1886, fór með foreldrum sínum til Danmerkur 1889.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.