Jón Jónsson (Grafarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson frá Hækingsdal í Kjós, bóndi fæddist 20. febrúar 1843 og lést 25. janúar 1917 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon bóndi í Meðalfellsseli, í Hækingsdal og í Litlabæ í Kjós, f. 1801, d. 26. janúar 1885, og kona hans Guðríður Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 1809, d. 10. febrúar 1889.

Þau Kristín giftu sig 1873, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra ung.
Þau bjuggu í Galtarvík í Skilmannahreppi, Borg., á Arkarlæk þar, á Hamri þar, komu til Reykjavíkur frá Hamri þar 1901, bjuggu í Ánanaustum í Reykjavík 1910. Þar stundaði Jón sjóróðra.
Þau fluttu að Grafarholti í Eyjum til Jónínu dóttur sinnar 1911, bjuggu hjá henni til dánardægurs 1917.

I. Kona Jóns, (16. maí 1873), var Kristín Gísladóttir frá Fitjakoti á Kjalarnesi, húsfreyja, f. 26. ágúst 1850, d. 10. febrúar 1917.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Sigurjóna Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1876, d. 6. janúar 1923. Maður hennar Þórarinn Guðmundsson skipstjóri.
2. Guðríður Jónsdóttir í Ánanaustum, f. 24. janúar 1878, d. 9. febrúar 1902.
3. Guðríður Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1879, d. sama dag.
4. Gísli Jónsson, f. 1881, d. 25. júní 1882.
5. Jónína Jónsdóttir húsfreyja í Grafarholti, f. 7. febrúar 1884, d. 1970.
6. Kristinn Jónsson, f. 20. mars 1888, fórst með Emilíu 7. apríl 1906.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.