Jón Jónsson (Eiríkshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson bóndi, verkamaður fæddist 3. júní 1859 á Brekkum í Mýrdal og lést 30. júní 1943.
Foreldrar hans voru Jón Bjarnason vinnumaður, f. í október 1822 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 5. október 1908, og kona hans Sólveig Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1823 á Brekkum, d. 3. mars 1894.

Jón var hjá foreldrum sínum á Brekkum til 1871, var vinnumaður í Norðurgarði í Mýrdal 1877/9-1886, var ráðsmaður þar 1886-1887, bóndi þar 1887-1915. Hann var vinnumaður á Ketilsstöðum í Mýrdal 1915-1916, á Skagnesi þar 1916-1917, í Fjósum þar 1917-1918, á Norður-Hvoli þar 1918-1923.
Jón fór til Eyja 1923, var þar verkamaður, bjó í Eiríkshúsi við Urðaveg 41 1930.
Þau Ólöf giftu sig 1887, eignuðust ekki börn saman, en hún átti börn frá fyrra hjónabandi sínu.

I. Kona Jóns, (23. júní 1887), var Ólöf Guuðmundsdóttir frá Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 1840, d. 28. mars 1912 í Norðurgarði í Mýrdal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.