Jón H. Jónsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Hjörleifur Jónsson.

Jón Hjörleifur Jónsson kennari, guðfræðingur, prestur, skólastjóri fæddist 27. október 1923 á Arnarstöðum í Núpasveit, N. Þing. og lést 19. apríl 2022.
Foreldrar hans voru Jón Tómasson frá Blikalóni, bóndi, síðar í Reykjavík, f. 13. september 1883, d. 5. mars 1974, og kona hans Antonía Guðrún Jónsdóttir frá Núpi í Berufirði, húsfreyja, f. 3. apríl 1890, d. 1. janúar 1974.

Jón nam í Héraðsskólanum á Laugum 1943-1944, lauk kennaraprófi og söngkennaraprófi 1948, nam við Íþróttaskólann í Ollerup í Danmörku, nam guðfræði í A. B. Atlantic Union College, Massashusetts, 1955, A. M. Adventist Univesity, Washington, 1957. Hann stundaði söngnám 1956-1957.
Jón kenndi í Barnaskóla S. D. A. í Eyjum 1949-1950, Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1950-1953 og frá 1957-1962, skólastjóri þar 1964-1972 og frá 1985. Hann var starfsmaður S. D. A. 1962-1964 og 1972-1973.
Jón var prestur S. D. A. á Akureyri 1973-1976, prestur í Ghana 1976-1980, prestur og deildarstjóri S. D. A. 1980-1985.
Þau Solveig giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn.
Solveig lést 2017 og Jón 2022.

I. Kona Jóns Hjörleifs, (27. desember 1954), var Sólveig Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, píanóleikari, kennari, f. 5. júní 1927, d. 14. mars 2017. Foreldrar hennar voru Árni Ásgeirsson sjómaður og trésmiður í Boston, f. 10. febrúar 1898, d. 4. mars 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1901, d. 26. febrúar 1999.
Börn þeirra:
1. Solveig Hjördís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 27. nóvember 1955. Maður hennar Stefán Stefánsson.
2. Kristín Guðrún Jónsdóttir prófessor og orgelleikari, f. 7. október 1958. Maður hennar Jón Thoroddsen.
3. Jón Árni Jónsson stúdent, atvinnurekandi, f. 1. janúar 1962. Kona hans Linda Sís Guðbergsdóttir.
4. Kolbrún Sif Jónsdóttir sjúkraþjálfari. Maður hennar Ricardo Muchiutti.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 2022. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.