Jón Daníelsson (Godthaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Daníelsson vinnumaður fæddist 27. ágúst 1809 á Minniborg u. Eyjafjöllum og var á lífi 1836.
Foreldrar hans voru Daníel Bjarnason, þá bóndi á Minniborg, síðar tómthúsmaður í Eyjum, skírður 15. febrúar 1777, d. 22. apríl 1845 og kona hans Guðný Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 12. desmber 1840.

Jón var niðursetningur í Hlíð u. Eyjafjöllum 1816. Hann fluttist u. Eyjafjöllum til Eyja 1834, var haustmaður í Ömpuhjalli 1834, vinnumaður í Godthaab 1835, haustmaður í Ömpuhjalli 1836.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.