Jóhannes K. Steinólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Klemens Steinólfsson.

Jóhannes Klemens Steinólfsson úr Rvk, sjómaður fæddist þar 21. mars 1961 og lést 25. ágúst 2010.
Foreldrar hans voru Steinólfur Jóhannesson, f. 27. september 1914, d. 11. janúar 2008, og Eygló Bryndal Óskarsdóttir, f. 28. júlí 1940, d. 23. mars 2008.

Jóhannes ólst upp í Rvk. Hann flutti til Eyja 1982, stundaði sjómennsku, bjó í Eyjum til 2007, flutti þá til Eyrarbakka.
Þau Bára giftu sig 1988, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Brimhólabraut.
Bára lést 2004.
Jóhannes eignaðist barn með Eddu Gerði 1983.
Þau Bára giftu sig 1988, eignuðust þrjú börn.
Bára lést 2004.
Þau Hafdís giftu sig 2009, eignuðust ekki börn saman, en Jóhannes fóstraði börn hennar.

I. Barnsmóðir Jóhannesar er Edda Gerður Guðmundsdóttir, f. 12. desember 1961.
Barn þeirra:
1. Hjördís Inga Jóhannesdóttir, f. 15. apríl 1983. Sambúðarmaður hennar Einar Björgvin Knútsson.

II. Kona Jóhannesar, (16. janúar 1988), var Bára Sveinsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður leikskóla, f. 1. maí 1962, d. 4. febrúar 2004.
Börn þeirra:
1. Þóra Birgit Jóhannesdóttir, f. 15. desember 1988. Unnusti hennar Guðjón Ingi Eide.
2. Steinunn Lilja Jóhannesdóttir, f. 8. ágúst 1991. Unnusti hennar Bjarnþór.
3. Helga Rut Jóhannesdóttir, f. 23. mars 1993. Unnusti hennar Ívar Örn.

III. Kona Jóhannesar, (31. október 2009), er Hafdís Rósa Bragadóttir, f. 19. júní 1961. Foreldrar hennar Margeir Bragi Guðmundsson, f. 17. ágúst 1936, og Guðrún Jóhanna Einarsdóttir, f. 25. febrúar 1938, d. 18. desember 1997.
Börn Hafdísar og fósturbörn Jóhannesar:
1. Hafsteinn Ómar Gestsson, f. 12. september 1979. Unnusta hans Andrea Bóel Bæringsdóttir.
2. Katrín Dröfn Hilmarsdóttir, f. 29. ágúst 1983. Unnusti hennar Ívar Guðmundsson.
3. Særún Ösp Hilmarsdóttir, f. 5. apríl 1987. Unnusti hennar Þórir Már Ingvason.
4. Einar Kristinn Hilmarsson, f. 26. júlí 1991. Unnusta hans Selma Dögg Þorkelsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.