Jóhann Pálmason (Stíghúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Hannes Hansson, Landakoti, Jóhann Pálmason Stíghúsi, Ársæll Sveinsson Fögrubrekku.

Jóhann Pétur Pálmason frá Stíghúsi, sjómaður, múrarameistari, síðar í Reykjavík, fæddist 4. mars 1895 og lést 7. janúar 1988.
Foreldrar hans voru Guðbjörg Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1865, d. 29. apríl 1951, og maður hennar Pálmi Guðmundsson kennari, sjómaður, f. 31. ágúst 1866, drukknaði 20. maí 1901.

Jóhann Pétur var með foreldrum sínum í frumbernsku, með ekkjunni móður sinni 1901 og 1910, vinnumaður til heimilis í Stíghúsi 1920.
Þau Ólafía giftust 1824 og bjuggu í Stíghúsi uns þau fluttust til Reykjavíkur með fjöskyldu sína 1947.
Þar stundaði Jóhann Pétur múrverk meðan kraftar entust.
Hann lést 1988.

Kona Jóhanns Péturs, (21. september 1924), var Ólafía Ingibjörg Óladóttir, (Lóa í Stíghúsi), húsfreyja, f. 17. nóvember 1897, d. 22. mars 1965.
Börn þeirra:
1. Pálmi Jóhannsson sjómaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990 .
2. Óli Kristján Jóhannsson stýrimaður, verkstjóri, f. 6. mars 1926, d. 28. mars 1999.
3. Rögnvaldur Ólafur Jóhannsson sjómaður, f. 27. desember 1927, d. 15. júní 1974.
4. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1930.
5. Ingi Randver Jóhannsson endurskoðandi, skákmeistari, f. 5. desember 1936, d. 30. október 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.