Jóhann Kristinn Sófusson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Jóhann Kristinn Baldur Vestmann Sófusson.

Jóhann Kristinn Baldur Vestmann Sófusson sjóntækjafræðingur, kaupmaður í Reykjavík fæddist 25. febrúar 1925 á Brekku og lést 24. ágúst 2008 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 11. apríl 1902, d. 14. desember 1945, og barnsfaðir hennar Sigurður Sófus Guðmundsson skósmiður, f. 28. ágúst 1897, d. 3. apríl 1978.
Fósturforeldrar hans voru afi hans Guðmundur Guðmundsson trésmiður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1859, d. 25. janúar 1950, og bústýra hans Sigurlaug Þórðardóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1873, d. 10. mars 1957.

Systur Jóhanns sammæddar voru:
1. Kristín Vestmann Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1926 á Brekku, d. 29. desember 1993.
2. Kolbrún Vestmann Jónsdóttir, f. 10. júní 1928 á Brekku, d. 29. júní 1931 á Gunnarshólma.

Jóhann var með móður sinni á Brekku fyrstu 3-4 ár ævinnar, en þá fluttist hann í fóstur til Guðmundar afa síns og Sigurlaugar bústýru hans á Bjargarstíg 14 í Reykjavík og ólst þar upp.
Hann vann frá unglingsaldri í gleraugnaversluninni Optic, lærði sjóntækjafræði í Bandaríkjunum, sérhæfði sig síðan í contactlinsusmíði í London árið 1960, rak verslunina Gleraugnahúsið í Templarasundi 3 frá árinu 1965 til ársins 1999.
Jóhann og Valgerður giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.
Jóhann lést 2008.

I. Kona Jóhanns, (14. ágúst 1964), er Valgerður Jakobsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1933.
Börn þeirra:
1. Hrefna Björk Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1966. Maður hennar er Kolbeinn Kolbeinsson.
2. Heiðveig Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1969. Maður hennar er Guðmundur H. Finnbjörnsson.
Fósturbarn Jóhanns, dóttir Valgerðar og Normann Alfred Durham:
3. Vala Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1961. Maður hennar er Magnús Níelsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.