Ingunn Stefánsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingunn Stefánsdóttir.

Ingunn Stefánsdóttir frá Vík í Mýrdal, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 18. ágúst 1956.
Foreldrar hennar Stefán Ármann Þórðarson skrifstofumaður, fulltrúi, f. 30. september 1929, d. 22. september 2023, og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 27. febrúar 1935, d. 22. febrúar 2014.

Ingunn lauk 6. bekk í Gagnfræðaskóla Selfoss 1977, stundaði nám í MH, öldungadeild 1977, lauk námi í HSÍ í september 1981, lauk námi í LMSÍ vorið1986.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 1. október 1981 til 1. janúar 1982, Sjúkrahúsinu í Eyjum 1. janúar 1982 til ágúst 1984, ljósmóðir á Sjúkrahúsi Suðurlands júní til október 1986, ýmist deildarstjóri eða hjúkrunarfræðingur á öldrunardeild október 1986 til ársloka 1989.
Þau Sigurður Reynir giftu sig 1979, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Þorfinnur giftu sig 1985, eignuðust tvö börn.

I. Maður Ingunnar, (9. febrúar 1979, skildu), er Sigurður Reynir Óttarsson, f. 24. júlí 1951. Foreldrar hans Óttar Hermann Guðlaugsson verslunarmaður, f. 8. október 1931, d. 3. september 1991 og Lilian Kristín Söberg Andrésdóttir húsfreyja, f. 25. september 1933, d. 3. júní 2016.
Barn þeirra:
1. Stefán Jökull Sigurðsson, f. 23. nóvember 1979.

II. Maður Ingunnar, (31. desember 1985), Þorfinnur Snorrason vélstjóri, f. 21. nóvember 1952. Foreldrar hans Snorri Árnason lögfræðingur, sýslufulltrúi, f. 10. júlí 1921, d. 21. desember 1972, og Eva Þorfinnsdóttir frá Bitru í Hraungerðishreppi, Árn., húsfreyja, kennari, f. 12. maí 1922, d. 26. janúar 1999.
Börn þeirra:
2. Einar Þorfinnsson, f. 13. október 1986.
3. Snorri Þorfinnsson, f. 27. maí 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.