Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir
Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir, húsfreyja, starfsmaður við Jeka fiskvinnslufyrirtæki í Danmörku, fæddist 2. september 1970.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sighvatsson frá Ási, sjómaður, stýrimaður, verkstjóri, stjórnarformaður, f. 2. desember 1932, d. 9. október 2018, og kona hans Dóra Guðlaugsdóttir frá Geysi, húsfreyja, kaupmaður, f. 29. desember 1934, d. 26. nóvember 2007.
Börn Dóru og Bjarna:
1. Sigurlaug Bjarnadóttir húsfreyja, deildarstjóri, f. 6. október 1954. Maður hennar Páll Sveinsson.
2. Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir húsfreyja, f. 8. september 1956. Maður hennar Viðar Elíasson.
3. Sighvatur Bjarnason, f. 4. janúar 1962. Kona hans Ragnhildur S. Gottskálksdóttir.
4. Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir, f. 2. september 1970. Maður hennar Halldór Arnarson.
5. Hinrik Örn Bjarnason, f. 15. september 1972. Kona hans Anna Jónína Sævarsdóttir.
Þau Halldór giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Danmörku.
I. Maður Ingibjargar er Halldór Arnarson frá Akureyri, framkvæmdastjóri, f. 11. október 1966. Foreldrar hans Örn Baldursson, f. 28. maí 1945, d. 26. október 2024, og Jóna Kristín Fjalldal, f. 28. september 1943, d. 7. desember 2017.
Börn þeirra::
1. Örn Bjarni Halldórsson, f. 14. janúar 2000.
2. Hákon Ingi Halldórsson, f. 24. janúar 2004.
3. Jón Ísak Halldórsson, f. 21. september 2005.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hinrik.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.