Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir (Marci)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir (Marci Björnsson), húsfreyja, hárgreiðslukona fæddist 6. mars 1907 og lést 22. janúar 1985.
Foreldrar hennar voru Guðjón Brynjólfsson verkamaður í Reykjavík, f. 23. nóvember 1865, d. 10. febrúar 1944, og kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1873, d. 13. júní 1955.

Ingibjörg Marsibil lærði snyrtifræði í Kaupmannahöfn, setti síðar á stofn stofu við Laugaveg 4 og síðan Skólavörðustíg1.
Þau Haukur bjuggu um skeið í Drífanda við Bárustíg 2 í Eyjum, en lengst í Reykjavík. Á heimili þeirra í Reykjavík var Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður 1. desember 1930.
Þau Haukur eignuðust eitt barn og ólu upp eitt móðurlaust barn, frænku Marci.

I. Maður Ingibjargar Marsibil (Marci), var Haukur Björnsson forstjóri, f. 27. júlí 1906, d. 21. nóvember 1983.
Barn þeirra:
1. Friðþjófur Björnsson læknir, sérfræðingur í lungnasjúkdómum, f. 18. nóvember 1930 í Reykjavík. Kona hans var Selma Sigurjónsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 2. ágúst 1930, d. 4. maí 2019.
Fósturbarn þeirra:
2. Erla Thorarensen húsfreyja, f. 10. febrúar 1932, d. 3. mars 2016. Maður hennar Ari Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Þjóðviljinn 26. tbl. 50. árgangur 1985. Minning Marci Björnsson. Björn Th. Björnsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.