Hrönn Garðarsdóttir (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hrönn Garðarsdóttir.

Hrönn Garðarsdóttir læknir fæddist 25. janúar 1970 í Eyjum, og lést 24. september 2019 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar Camilla Bjarnason guðfræðinemi, síðast í Garðabæ, f. 8. mars 1949, d. 7. maí 1999, og maður hennar Garðar Sverrisson, f. 11. janúar 1949.

Hrönn var með foreldrum sínum í æsku, í Rvk, Noregi, í Mývatnssveit og í Garðabæ.
Hún varð stúdent í MR 1991, lauk prófum í læknisfræði 2001, lauk sérnámi í heimilislækningum 2011.
Hrönn var læknir hér á landi, í Frakklandi og í Svíþjóð 2001-2005. Frá 2005 var hún læknir á heilbrigðisstofnun Austurlands. Eftir sénám 2011 flutti hún á Egilsstaði, var heimilislæknir við HSA á Egilsstöðum, var yfirlæknir frá 2016 til dánardægurs 2019.
Hún var formaður Læknafélags Austurlands 2012-2018.
Hrönn tók virkan þátt í starfi Oddfellowreglunnar á Íslandi frá 2008. Hún var stofnfélagi í Rebekkustúku nr. 15, Bjarkar á Egilsstöðum, þegar reglan steig sín fyrstu skref á Austurlandi árið 2010.
Þau Páll Sigurjón giftu sig 2011, eignuðust eitt barn.
Hrönn lést 2019.

I. Maður Hrannar, (23. júlí 2011), er Páll Sigurjón Rúnarsson skipstjóri, f. 23. júlí 1971. Foreldrar hans Rúnar Olsen, f. 17. júlí 1946, og Aðalbjörg Guðmundsdóttir, f. 30. ágúst 1947.
Barn þeirra:
1. Garðar Páll Pálsson, f. 26. apríl 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.