Hjördís Hjartardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hjördís Hjartardóttir, húsfreyja fæddist 16. ágúst 1952.
Foreldrar hennar voru Guðni Hjörtur Guðnason, frá Barðsnesi í Norðfirði, sjómaður, f. 7. júlí 1922, d. 24. janúar 2008, og sambúðarkona hans Jóna Karólína Magnúsdóttir, frá Hrafnabjörgum, húsfreyja, f. 10. júní 1922, d. 30. janúar 2009.

Börn Jónu og Hjartar:
1. Drengur, f. 10. desember 1941 í Gerði, d. 1942.
2. Jóhann Ríkharð Hjartarson, f. 19. maí 1943 í Ásgarði. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.
3. Kristín Björg Hjartardóttir húsfreyja, f. 15. júní 1948 í Bjarma. Maður hennar Sveinbjörn Jónsson.
4. Hermann Viktor Hjartarson, f. 31. mars 1951 í Höfða. Kona hans Ágústa Magnúsdóttir.
5. Hjördís Hjartardóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1952 í Höfða. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Árnason. Maður hennar Finnur Jóhannsson.
6. Guðni Hjartarson, f. 8. nóvember 1961 á Brimhólabraut 31. Sambúðarkona hans Rósa Benónýsdóttir. Kona hans Hafdís Sólveig Sveinbjörnsdóttir.

Þau Þorsteinn giftu sig 1971, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Finnur giftu sig 1998, eignuðust ekki börn saman, en hann á tvö börn í Færeyjum.

I. Maður Hjördísar, (8. maí 1971, skildu), er Þorsteinn Árnason, frá Kirkjubæ, bifreiðastjóri, f. 27. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Ingi Þorsteinsson, f. 29. mars 1971.
2. Árni Hjörtur Þorsteinsson, f. 23. september 1976.
3. Þorsteinn Helgi Þorsteinsson, f. 31. janúar 1983.
4. Andrea Íris Þorsteinsdóttir, f. 24. janúar 1985.

II. Maður Hjördísar, (4. nóvember 1998), er Finnur Jóhannsson frá Færeyjum, f. 31. janúar 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.