Hermann Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hermann Pálsson.

Hermann Pálsson frá Sjávarborg, sjómaður, bifreiðastjóri fæddist þar 23. janúar 1926 og lést 12. október 1999.
Foreldrar hans voru Páll Gunnlaugsson frá Uppsalakoti í Svarfaðardal, f. 11. júní 1895, drukknaði 24. janúar 1930, og kona hans Ingveldur Pálsdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, húsfreyja, vinnukona, f. 28. maí 1900, d. 18. nóvember 1958.
Fósturforeldrar Hermanns voru Andrés Árni Pálsson bóndi í Kerlingardal, f. 27. október 1902, d. 25. nóvember 1988, og kona hans Ásta Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1899, d. 14. ágúst 1964.

Systir Hermanns var
1. Símonía Valgerður Pálsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1925 í Langholti, d. 25. febrúar 1878. Maður hennar Guðmundur Karl Guðmundsson.

Hermann var skamma stund með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði í janúar 1930, er Hermann var fjögurra ára.
Honum var komið í fóstur til Andrésar móðurbróður síns og konu hans Ástu 1930 og var hjá þeim í Kerlingardal til tíu ára aldurs og síðan á hverju sumri til 16 ára aldurs.
Hermann var með Ingveldi móður sinni á Staðarhóli 1940, með henni á Brekastíg 25 1949 og síðar var hún hjá honum á Vallargötu 16.
Hermann stundaði sjómennsku frá 17 ára aldri.
Hann tók próf í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1959 og var sjómaður til 1974, vann síðan hjá Ísfélaginu í Eyjum við bifreiðaakstur til starfsloka.
Þau Margrét giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Vallargötu 16, í húsi, sem Hermann byggði.
Hann lést 1999.

I. Kona Hermanns, (24. desember 1960), var Margrét Ólafsdóttir frá Baldri við Brekastíg 22, húsfreyja, f. þar 11. desember 1930.
Börn þeirra:
1. Ólafur Hermannsson tæknifræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, f. 1. október 1961. Kona hans María Ammendrup.
2. Ingveldur Hermannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 26. janúar 1964. Maður hennar Sigurður Jónsson.
3. Guðbjörg Hermannsdóttir hárgreiðslukona, býr í Svíþjóð, f. 4. febrúar 1967. Maður hennar Bela Hoffmann, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.