Herdís Birna Arnardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Herdís Birna Arnardóttir fréttamaður fæddist 15. apríl 1963 og lést 3. mars 1997.
Foreldrar hennar Örn Bjarnason læknir, f. 20. júní 1934 á Ísafirði, og kona hans Áslaug Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1934 á Kambsnesi í Dölum.

Börn Áslaugar og Arnar:
1. Edda Björk Arnardóttir B.Ed., kennari, mannauðsstjóri, f. 3. ágúst 1958. Maður hennar Guðmundur Jóhann Olgeirsson.
2. Herdís Birna Arnardóttir, B.A.-próf í ensku, féttamaður, f. 15. apríl 1963, d. 3. mars 1997. Barnsfaðir hennar Magnús Guðmundsson.
3. Guðbrandur Örn Arnarson markaðsstjóri, f. 14. janúar 1968. Kona hans Björk Gísladóttir.

Herdís Birna var með foreldrum sínum í æsku, við Hilmisgötu 13, við Túngötu 5 og Illugagötu.
Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1983 og síðar BA-prófi í ensku frá Háskóla Íslands. Einnig lagði hún stund á nám í stjórnmálafræðum.
Herdís hóf störf á fréttastofu Stöðvar 2 1989 og vann þar við þýðingar á erlendum fréttum. Seinna tók hún við starfi sem fréttamaður á Bylgjunni og 1992 hóf hún störf fréttamanns í erlendum fréttum á fréttastofu Stöðvar 2.
Hún eignaðist barn með Magnúsi 1984.
Unnusti Herdísar Birnu var Haukur Hólm fréttamaður.
Herdís lést 1997.

I. Barnsfaðir Herdísar Birnu er Magnús Guðmundsson bókaútgefandi, f. 11. júlí 1960.
Barn þeirra:
1. Arna Ösp Herdísardóttir, f. 25. ágúst 1984.

II. Unnusti Herdísar Birnu er Haukur Hólm fréttamaður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.