Helgi Jónsson (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Helgi Jónsson bóndi í Stóra-Gerði fæddist 5. febrúar 1807 í Hvammi í Mýrdal og lést 28. júní 1875.
Faðir Helga var Jón óðalsbóndi í Suður-Hvammi, f. 1771 þar, d. 15. júlí 1834, Helgason bónda í Suður-Hvammi, d. á árunum 1771/9, Sigurðssonar, og konu Helga Sigurðssonar, Guðrúnar eldri húsfreyju Jónsdóttur.

Móðir Helga í Gerði og fyrri kona Jóns óðalsbónda var Guðríður húsfreyja, f. 1768 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 29. júlí 1819 í Suður-Hvammi, Klemensdóttir bónda í Kerlingardal, f. 1715, Hallgrímssonar, og konu Klemensar, Vilborgar húsfreyju, f. 1724, Runólfsdóttur.

Helgi var með foreldrum sínum 1816. Móðir hans lést er hann var þriggja ára. Hann var fyrirvinna hjá Steinunni Ólafsdóttur stjúpu sinni 1834-1835, vinnumaður á Stóru-Heiði í Mýrdal 1835-1838, á Felli þar 1838-1841.
Helgi fluttist til Eyja 1841 og þá vinnumaður að Kokkhúsi. Þau Kristín giftust 1843, hún vinnukona á Gjábakka, en hann í Kokkhúsi.
Þau komust að Stóra-Gerði 1843 og bjuggu þar síðan.
Ingibjörg Jónsdóttir ekkja, móðir Kristínar, kom til þeirra 1844, 71 árs. Hún lést hjá þeim 92 ára 1865.
Þau Kristín eignuðust 5 börn, misstu 4 þeirra í bernsku, en eitt komst upp, Guðríður húsfreyja í Þorlaugargerði
Kristín lést úr taksótt í júni 1875 og Helgi lést rúmri viku síðar úr sama sjúkdómi.

Kona Helga, (18. júlí 1843), var Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1806, d. 19. júní 1875.
Börn þeirra hér:
1. Guðríður Helgadóttir, f. 9. júlí 1844, d. 7. maí 1851 úr barnaveiki.
2. Halldóra Helgadóttir, f. 17. febrúar 1846, d. 23. febrúar 1846 úr ginklofa.
3. Kristín Helgadóttir, f. 21. mars 1847, d. 27. mars 1847 úr ginklofa.
4. Jón Helgason, f. 26. maí 1848, d. 12. júní 1849 „af Barnaveikin“.
5. Jón Helgason, f. 8. febrúar 1851, d. 25. febrúar 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.
6. Kristín Helgadóttir, f. 28. september 1849, d. 4. október 1849 „af Barnaveikindum“.
7. Guðríður Helgadóttir húsfreyja í Þorlaugargerði, f. 31. október 1854, d. 14. júlí 1922.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.