Helgi Breiðfjörð Jónasson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Helgi Breiðfjörð Jónasson frá Húsavík, sjómaður, verkamaður fæddist 5. sept. 1927 á Svalbarði á Húsavík og lést 11. júní 1991.
Foreldrar hans voru Jónas Jónasson skósmíðameistari, skókaupmaður á Húsavík, f. 27. nóvember 1895, d. 15. janúar 1970 og Oddfríður Skúladóttir, f. 22. júlí 1896 Ytra-Felli á Skarðsströnd, Dal., d. 22. júlí 1955.

Helgi var með foreldrum sínum á Svalbarði í æsku.
Hann stundaði sjómennsku og verkamannastörf.
Þau Elsa giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Haukabergi við Vestmannabraut 11, en fluttu til Húsavíkur 1960 og bjuggu þar síðan, á Garðarsbraut 12 , síðar á Skálabrekku 3.
Helgi lést 1991 og Elsa 1997.

I. Kona Helga, (26. desember 1959), var Elsa Dórothea Sigurðardóttir frá Helli, húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. þar 4. nóvember 1922, d. 7. júní 1997 á Húsavík.

Börn þeirra:
1. Björk Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Dvalarheimili aldraðra á Húsavík, f. 19. febrúar 1959 í Helli. Maður hennar Eiríkur Marteinsson, látinn.
2. Helga Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, sjúkraliði í Svíþjóð, f. 19. jan. 1960 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Kristján Snædal.
3. Viðar Breiðfjörð Helgason lyftaramaður, myndlistamaður, bæjarlistamaður í Eyjum, f. 31. maí 1962 á Húsavík. Ókv.
4. Elfa Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akureyri, f. 19. júní 1964 á Húsavík. Fyrrum maður hennar Ásgeir Guðmundsson.
5. Oddfríður Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Dvalarheimili aldraðra á Húsavík, f. 6. ágúst 1965 á Húsavík. Sambýlismaður hennar Ómar Egilsson.
Börn Elsu:
6. Sverrir Hákonarson sjómaður, matsveinn í Keflavík, f. 10. jan. 1941 í Helli, d. 30. júlí 2015. Kona hans Ásdís Kristinsdóttir.
7. Dóróthea Sigríður Róbertsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 1. okt. 1950 í Helli. Maður hennar Sverrir Jensson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.