Helgi Árnason (Langholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Árnason múrari fæddist 3. júlí 1885 og lést 23. júní 1955.
Foreldrar hans voru Árni Helgason skósmiður, f. 17. ágúst 1851, d. 8. júní 1934, og kona hans Þorbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1860, d. 8. janúar 1930.

Helgi var með foreldrum sínum, á Laugavegi 26 1901.
Helgi lærði múrverk, steinsmíði og vann við iðn sína.
Þau Sigríður giftu sig 1910, eignuðust tvö börn hér. Þau bjuggu við Skólavörðustíg 4A í Rvk 1910.
Þau fluttu til Eyja 1912, bjuggu í Langholti við Vestmannabraut 48a við fæðingu Guðnýjar Freyjuu 1913, á Sólbakka við Hásteinsveg 3 1920.
Þau fluttu til Vesturheims 1926, bjuggu í Winnipeg.
Helgi lést 1955 og Sigríður 1978.

I. Kona Helga, (1910), var Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1888 í Sölvholti í Laugardælasókn, Árn., d. 21. október 1978.
Börn þeirra fædd á Íslandi:
1. Guðný Freyja Helgadóttir (Guðný Freyja Woodland), f. 30. júlí 1913 í Langholti. Hún var á Sólbakka 1920, fluttist til Vesturheims 1926, bjó í Sicamors í British Columbia, lést 27. nóvember 1995.
2. Þórhildur Guðný Helgadóttir (Thora Dech), f. 12. ágúst 1924 í Eyjum. Hún fluttist til Vesturheims 1926, bjó í St. Paul, Minnesota, lést 25. maí 2020.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.