Haraldur Gestsson (Selfossi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Gestsson.

Haraldur Gestsson frá Hróarsholti í Villingaholtshreppi í Flóa, sjómaður, sláturhússstjóri, verslunarstjóri fæddist 8. ágúst 1938 og lést 25. nóvember 2004.
Foreldrar hans voru Gestur Jónsson bóndi, f. 14. desember 1901, d. 1. maí 1993, og Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir húsfreyja, f. 13. september 1900, d. 26. ágúst 1988.

Haraldur var sjómaður í Eyjum 1959, síðar sláturhússstjóri og verslunarstjóri í versluninni Reynistað á Selfossi.
Þau Jóna giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Reynistað, fluttu til Selfoss í byrjun sjöunda áratugarins og bjuggu þar síðan.
Haraldur lést 2004 og Jóna 2018.

I. Kona Haraldar, (5. júní 1960), var Jóna Sigurlásdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. júlí 1940, d. 10. febrúar 2018.
Börn þeirra:
1. Gestur Haraldsson, f. 9. febrúar 1959. Kona hans Kristbjörg Óladóttir.
2. Erla Haraldsdóttir, f. 9. febrúar 1962. Maður hennar Kristinn Bjarnason.
3. Sigþór Haraldsson, f. 12. mars 1964. Barnsmóðir Margrét Harðardóttir. Fyrrum sambúðarkona Ólöf Ósk Garðarsdóttir.
4. Birgir Haraldsson, f. 11. október 1965. Kona hans Margrét Auðunsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.