Hans Christian Rasmussen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hans Christian Rasmussen skipstjóri fæddist 1801 og drukknaði 28. september 1835.
Hans fluttist frá Kaupmannahöfn að Godthaab 1834, titlaður skipstjóri. Að Godthaab kom þá einnig Ane Johanne Frederiksdatter Grüner þjónustustúlka. Þau eignuðust barn saman 1835.
Hans drukknaði með Börre Sivertsen skipasmið og Magnúsi Sveinssyni skipstjóra 28. september 1835.

I. Barnsmóðir Hans Christians var Ane Johanne Frederiksdatter Grüner, þá þjónustustúlka í Godthaab, f. 1810, d. 23. nóvember 1878.
Barn þeirra var
1. Jóhanna Karólína Rasmussen, síðar kona Jóhanns Péturs Benedikts Bjarnasen verslunarstjóra og síðast kona Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóra. Hún var fædd 2. september 1835 og lést 25. febrúar 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.