Halldóra Kristín Vigfúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Kristín Vigfúsdóttir frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, húsfreyja, kennari fæddist 22. september 1855 í Geitagerði þar og lést 8. apríl 1939.
Foreldrar hennar voru Vigfús Guttormsson prestur, f. 15. maí 1828, d. 21. desember 1867, og kona hans Margrét Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1824, d. 18. desember 1896.

Halldóra varð síðari kona Gunnlaug Jóns Ólafs Halldórssonar prests á Breiðabólstað í Vesturhópi. Þau eignuðust eitt barn. Fyrri kona Gunnlaugs var Margrét Andrea Lúðvíksdóttir. Þau eignuðust Halldór Gunnlaugsson lækni.
Halldóra giftist Gunnlaugi 1885, eignaðist með honum Þórhall Gunnlaugsson símstjóra.
Hún flutti til Eyja 1922 frá Ísafirði, mun hafa búið hjá Þórhalli syni sínum þar, en hún varð ekkja eftir sr. Gunnlaug 9. mars 1893.
Halldóra fékkst við kennslu..
Hún lést 1939.

I. Maður Halldóru, (30. júlí 1885), var Gunnlaugur Jón Ólafur Halldórsson prestur, f. 3. október 1848, d. 9. mars 1893. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson prestur að Hofi í Vopnafirði, f. 25. febrúar 1810, d. 17. júlí 1881, og fyrri kona hans Gunnþórunn Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Oddsen, f. 9. maí 1824, d. 12. ágúst 1856.
Barn þeirra:
1. Þórhallur Andreas Gunnlaugsson símstöðvarstjóri.
Barn Gunnlaugs með fyrri konu sinni:
2. Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.