Halldór Haraldsson (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Haraldsson frá Efri-Rauðalæk í Holtum, Rang., sjómaður, verkamaður í London fæddist 13. mars 1946.
Foreldrar hans voru Haraldur Sigurþórsson bóndi, f. 13. október 1897 á Syðri-Rauðalæk, d. 24. mars 1978, og kona hans Ólafía Hrefna Sigurþórsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1907 í Meiri-Tungu í Holtum, d. 12. janúar 1988.

Ólafía Hrefna móðir Halldórs var systir, af sama föður,
1. Margrétar Sigurþórsdóttur húsfreyju á Garðstöðum.

Halldór var með foreldrum sínum til 1965.
Hann varð starfsmaður fyrirtækis Jóhanns Bjarnasonar frá Árbakka á Hellu til 1976, er þau Aðalheiðar Jóna fluttust til Eyja.
Í Eyjum var hann sjómaður um tveggja ára skeið á Andvara VE 100, síðan starfsmaður Hraðfrystistöðvarinnar til ársins 2015. Þau Aðalheiður giftu sig 1965, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hellu, en keyptu London 1977 og bjuggu þar meðan báðum entist líf og þar býr Halldór.
Aðalheiður Jóna lést 2004.

I. Kona Halldórs, (18. september 1965), var Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir húsfreyja, verkakona, ræstitæknir, f. 3. júlí 1940 í Reykjavík, d. 16. júlí 2004.
Börn þeirra:
1. Geir Halldórsson starfsmaður á lyftara hjá Eimskipum í Eyjum, f. 22. apríl 1965. Sambýliskona hans Helena Sigríður Pálsdóttir.
2. Haraldur Halldórsson starfsmaður Áhaldahússins, f. 14. mars 1966, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.