Halla Svavarsdóttir
Halla Svavarsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 29. október 1957.
Foreldrar hennar Svavar Steingrímsson pípulagningameistari, f. 24. maí 1936, og kona hans Guðmunda Eygló Óskarsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 1. desember 1937, d. 5. júní 2021.
Börn Eyglóar og Svavars:
1. Óskar Svavarsson, f. 26. október 1956 á Boðaslóð 27. Kona hans Anna Sigríður Erlingsdóttir.
2. Halla Svavarsdóttir, f. 29. október 1957. Maður hennar Ólafur Ágúst Einarsson.
3. Steingrímur Svavarsson, f. 28. ágúst 1961. Kona hans Katrín Stefánsdóttir.
Halla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk íþróttakennaraprófi 1980.
Halla kenndi í Grunnskólanum í Eyjum 1981-1983, í Hamarsskólanum í Eyjum frá 1984-2017.
Þau Ólafur Ágúst giftu sig 1982, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Goðahraun 28 við Gos 1973, búa við Hrauntún 47.
I. Maður Höllu, (31. júlí 1982), er Ólafur Ágúst Einarsson, f. 1. júlí 1961.
Börn þeirra:
1. Sindri Ólafsson ritstjóri Eyjafrétta, f. 19. maí 1983. Kona hans Hildur Solveig Sigurðardóttir.
2. Daði Ólafsson stýrimaður, f. 22. júní 1987. Kona hans Thelma Hrund Kristjánsdóttir.
3. Einar Gauti Ólafsson málari, f. 17. desember 1991. Sambúðarkona hans Erla Steina Sverrisdóttir.
4. Svava Tara Ólafsdóttir kaupmaður, f. 22. júlí 1994. Sambúðarmaður hennar Dagur Arnarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Halla.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 19. júní 2021. Minning Eyglóar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.