Hafsteinn Már Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafsteinn Már Sigurðsson.

Hafsteinn Már Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri fæddist 18. maí 1940 í Reykjavík og lést 30. mars 2007 á Heilbrigðisstofnuninni.
Kjörforeldrar hans voru Sigurður Hafsteinn Hreinsson sjómaður, f. 26. júlí 1913 á Hafsteini á Stokkseyri, d. 24. febrúar 1975, og Þórey Sigurðardóttir ráðskona hans, f. 1. desember 1909 á Lambeyri við Tálknafjörð, d. 16. maí 1968.
Kynmóðir Hafsteins var Pálína Þorkelsdóttir, f. 21. júlí 1922, d. 30. mars 2007.

Hafsteinn var með foreldrum sínum á Seljalandi 1949.
Hann hóf sjómennsku 13 ára, bæði á bátum og togurum og var bátsmaður á síðutogara 18 ára.
Hafsteinn eignaðist bátinn Jökul 1967 ásamt Ólafi Guðmundssyni en síðar keypti Eiður Marinósson hlut Ólafs og 1978 eignaðist Hafsteinn Jökul einn og gerði út til ársins 1991. Eftir það gerði hann út smábát í 2 ár. Hafsteinn vann síðustu árin á grafskipinu Vestmannaey eða þar til hann þurfti að láta af störfum vegna heilsubrests.
Þau Ásta Aðalheiður eignuðust þrjú börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Höfða við Hásteinsveg 21 1972, síðar í Bergholti við Vestmannabraut og á Höfðavegi 35, en síðast á Foldahrauni 40a.

I. Kona Hafsteins Más var Ásta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, starfsmaður í eldhúsi Hraunbúða, f. 5. janúar 1940, d. 22. júlí 2016.
Börn þeirra:
1. Sigurður Þór Hafsteinsson stýrimaður, skipstjóri, f. 30. október 1963. Fyrrum kona hans Anna Friðrikka Guðjónsdóttir frá Siglufirði. Kona hans Auður Karlsdóttir af Seltjarnarnesi.
2. Sædís Hafsteinsdóttir bjó í Reykjavík, en nú í Eyjum, f. 11. september 1965. Barnsfaðir hennar Ólafur Jón Daníelsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Vilberg Kristinn Kjartansson.
3. Einar Oddberg Hafsteinsson bakarameistari í Reykjavík, lagerstjóri hjá Myllunni, f. 4. október 1967. Kona hans Rut Hlíðdal Júlíusdóttir.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Sædísar er
4. Hafdís Ósk Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1983. Sambúðarmaður hennar Birgir Þór Sigurjónsson. Þau reka Vigtina, sem er bakarí og kaffisala.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.