Hafdís Björg Hilmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hafdís Björg Hilmarsdóttir, húsfreyja, keramiklistamaður fæddist 29. júní 1953.
Foreldrar hennar Júlíus Sigurðsson, skipstjóri, f. 2. júlí 1912, d. 1. október 1974, og kona hans Jakobína Jónsdóttir, húsfreyja, f. 18. ágúst 1919, d. 27. júní 1978.
Kjörforeldrar hennar Rósa Snorradóttir og Hilmar Rósmundsson.

Börn Jakobínu og Júlíusar:
1. Ingi Árni Júlíusson, f. 20. ágúst 1946 á Ólafsfirði.
2. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, f. 24. september 1947 á Bárugötu 2. Hún var fósturbarn Ágústu Guðrúnar Árnadóttur og Óskars Sigurðssonar bænda í Hábæ í Þykkvabæ.
3. Hanna Júlíusdóttir, f. 7. ágúst 1949 á Bárugötu 2. Maður hennar Erlingur Bjarnar Einarsson.
4. Júlíana Júlíusdóttir, f. 11. júlí 1950 á Vesturvegi 3 A.
5. Þuríður Júlíusdóttir, f. 2. janúar 1952.
6. Hafdís Björg Hilmarsdóttir, f. 29. júní 1953. Hún varð kjörbarn Rósu Snorradóttur og Hilmars Rósmundssonar.
7. Hólmfríður Guðlaug Júlíusdóttir, f. 7. febrúar 1955.
8. Sigurjón Júlíusson, f. 26. ágúst 1960.

Þau Helgi giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hilmisgötu 7 og í Grindavík. Þau skildu.
Þau Gottskálk giftu sig, eignuðust ekki börn saman.

I. Maður Hafdísar Bjargar var Helgi Vilberg Sæmundsson, húsasmíðameistari, rak eigið byggingafyrirtæki, f. 13. júlí 1953, d. 27. ágúst 2024. Foreldrar hans Sæmundur Kristjánsson, f. 23. maí 1910, d. 6. mars 2007, og Bjarnlaug Jónsdóttir, f. 9. desember 1911, d. 20. september 1972.
Börn þeirra:
1. Hilmar Þór Helgason, f. 4. júlí 1974, d. 11. apríl 1991.
2. Hafþór Bjarni Helgason, f. 13. október 1978.
3. Hlynur Sæberg Helgason, f. 17. maí 1980.
4. Heiðar Elís Helgason, f. 8. nóvember 1985.

II. Maður Hafdísar Bjargar var Gottskálk Ágúst Guðjónsson, f. 11. júlí 1955 í Keflavík, d. 26. maí 2024. Foreldrar hans Guðjón Friðgeirsson, f. 13. júní 1929, d. 13. september 1986, og Sesselja Aníta Kristjánsdóttir, f. 13. desember 1938, d. 4. júní 1985.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.