Hafdís Árnadóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafdís Árnadóttir.

Hafdís Árnadóttir kennari fæddist 19. nóvember 1938 í Hvammi við Hjalteyri.
Foreldrar hennar voru Árni Jónsson bóndi þar, f. 22. júlí 1903, d. 18. febrúar 1993, og kona hans Ingibjörg Ágústsdóttir frá Valhöll, húsfreyja, f. 14. júní 1904, d. 9. október 1951.

Hafdís varð gagnfræðingur á Laugum 1956, nam í íþróttaháskólanum í Sönderborg í Danmörku 1957-1958, lauk íþróttakennaraprófi 1960, nam í Gymnastikinstitut Liss Burmæster í Khöfn 1964-1965, Statens Teaterskole þar 1967.
Hún var kennari í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum 1960-1961, í Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar frá 1961-1964, Leiklistarskóla SÁL 1973-1975, dans- og leiksmiðjunni Kramhúsinu Rvk frá 1984.
Þau Ásgeir giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau skildu.

I. Maður Hafdísar, (18. september 1964, skildu 1974), var Ásgeir Ingólfsson viðskiptafræðingur, fréttamaður, f. 26. júlí 1934, d. 15. janúar 2001. Foreldrar hans voru Ingólfur Árnason stórkaupmaður, f. 24. september 1907, d. 23. mars 1995, og kona hans Anna Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1906, d. 22. mars 2000.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Ásgeirsson, f. 8. nóvember 1966,
2. Árni Ólafur Ásgeirsson, f. 16. apríl 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.