Gyða Guðmundsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gyða Kristjana Guðmundsdóttir.

Gyða Kristjana Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 4. júlí 1945 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefán Eðvarðsson verkamaður, f. 2. mars 1921, d. 14. júní 1998, og kona hans Hinrika Ásgerður Kristjánsdóttir frá Bolungarvík, húsfreyja, f. 29. september 1920, d. 25. maí 2012.

Gyða varð gagnfræðingur á Ísafirði, lauk námi í H.S.Í. í október 1970, stundaði framhaldsnám í heilsugæsluhjúkrun í N.H.S. í desember 1988.
Hún vann á lyflækningadeild Lsp nóvember til 31. desember 1970, á Kleppsspítala janúar 1971 til 31. maí s. ár, kvennadeild Lsp október 1971 til september 1977 og frá apríl 1978 til 30. júlí 30. júlí 1979, á Kleppsspítala 9. septemer 1979 til 2. júní 1980, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1. júní 1980 til 31. júlí 1981, á Grensásdeild Borgarspítalans 16. ágúst 1982 til 31. ágúst 1985, á Heilsuverndarstöð Rvk , heilsgæslu í skólum frá 1. september 1985. (þannig 1988).
Þau Leó giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Gyðu, (9. ágúst 1969), er Leó Svanur Ágústsson húsgagnasmiður, f. 6. september 1945. Foreldrar hans Ágúst Kjartansson verkamaður, f. 30. ágúst 1911, d. 27. nóvember 1995, og Sigríður Jónasdóttir húsfreyja, f. 18. september 1916, d. 14. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Ágúst Leósson, f. 28. desember 1969, d. 8. apríl 1995.
2. Arnar Handrum Leósson, f. 20. maí 1971.
3. Ragnar Leósson, f. 1. maí 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minningar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.