Guðrún Erlendsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Erlendsdóttir vinnukona í Hólshúsi fæddist 8. júlí 1850 og lést 4. september 1887 í Utah.
Faðir hennar var Erlendur Ingjaldsson, f. 1828, d. 12. janúar 1887. Hann var niðursetningur í Berjaneskoti í Steinasókn 1835, sjávarbóndi á Kirkjubæ 1855, vinnumaður á Löndum 1870, vinnumaður í Ystaskála undir Eyjafjöllum 1880. Erlendur var í Herfylkingunni. Hann drukknaði í sjóslysi við Bjarnarey 1887.
Móðir Erlendar og barnsmóðir Ingjalds var Halldóra vinnukona, f. 1793 í Berjanesi, Guðmundsdóttir bónda í Berjanesi, f. 1767 í Mörtungu á Síðu, Árnasonar og konu Guðmundar, Kristínar húsfreyju, f. 1763, Árnadóttur.

Móðir Guðrúnar Erlendsdóttur og barnsmóðir Erlendar var Margrét, síðar húsfreyja í Túni, gift Jóni Sverrissyni, - fædd 1825, Jónsdóttir „eldri“ bónda í Rimakoti í A-Landeyjum og á Gjábakka frá 1828. Hann er þar 1835 og 1855, skírður 11. apríl 1789, d. 21. mars 1828, Einarssonar bónda í Litlagerði í Hvolhreppi, f. 1765, d. 3. janúar 1851, Ormssonar, og konu Einars Ormssonar, Ásdísar húsfreyju, skírð 21. janúar 1753, d. 13. febrúar 1828, Þorgilsdóttur.
Móðir Margrétar og kona Jóns á Gjábakka var Margrét húsfreyja í Rimakoti og á Gjábakka, fædd á Önundarstöðum í A-Landeyjum, skírð 25. september 1795, d. 23. febrúar 1836, Vigfúsdóttir bónda þar 1801, f. 1763 á Önundarstöðum, d. 1. október 1801, Magnússonar og konu Vigfúsar, Kristínar húsfreyju, f. 10. febrúar 1763 í Skarðshlíð, d. 18. júlí 1842 á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum, Hjörleifsdóttur.

Guðrún var vinnukona á Gjábakka 1870 með son sinn Vigfús Guðmundsson, f. 1868, vinnukona á Oddstöðum við fæðingu Einars Pálssonar sonar síns, vinnukona á Vilborgarstöðum 1878 með Einar hjá sér, var á á Oddsstöðum við fæðingu Karls Jóns 1879 og var þar með hann 1880.
Hún gerðist mormóni, ætlaði til Utah með Eyjólfi, en veiktist og fór til Utah frá Hólshúsi 1883. Veikindi hennar munu hafa ágerst og ollu lömun.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Guðmundur Erlendsson, síðar lóðs í London, f. 27. júní 1839, d. 20. júní 1875.
Sonur þeirra var
1. Vigfús Guðmundsson, f. 14. júlí 1868, d. 17. mars 1927. Hann var með móður sinni á Gjábakka 1870, niðursetningur í Juliushaab hjá Gísla Engilbertssyni og Ragnhildi Þórarinsdóttur 1880. Hann fór til Utah frá Júlíushaab 1886.

II. Barnsfaðir Guðrúnar var Páll Ingimundarson vinnumaður frá Gjábakka, f. um 1854, d. 19. mars 1902.
Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson á Gjábakka og barnsmóðir hans Hólmfríður Guðmundsdóttir í Fagurlyst, f. 1828, d. 6. júlí 1866.
Sonur Guðrúnar Erlendsdóttur og Páls á Gjábakka var:
2. Einar Pálsson vélstjóri í Langholti, Vestmannabraut 48a, f. 5. maí 1875, d. 4. desember 1918, kvæntur (1908) Jónínu Guðmundsdóttur, f. 19. maí 1877, d. 31. desember 1925 .

III. Barnsfaðir Guðrúnar var Eiríkur Eiríksson bóndi á Vesturhúsum, skírður 3. mars 1827.
Sonur þeirra var:
3. Jón Eiríksson, f. (20. nóvember 1879).

IV. Barnsfaðir Guðrúnar var Eyjólfur Eiríksson mormóni frá Vesturhúsum, f. 26. febrúar 1854, d. 21. ágúst 1908.
Börn hér:
4. Karl Jón Eyjólfsson, f. 24. nóvember 1879, fluttist vestur með föður sínum 1882.
5. Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 5. september 1881, fluttist vestur með föður sínum 1882. Hún dó á leiðinni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Utah Icelandic Settlement. Fréttir 1, 30. nóvember 2011. David A. Ashby.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.