Guðmundur Einarsson (garðyrkjumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Einarsson.

Guðmundur Einarsson garðyrkjumaður fæddist 19. febrúar 1929 og lést 17. desember 2004.
Foreldrar hans voru Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 29. apríl 1895, d. 7. október 1990, og Einar Sigurfinnson, f. 14. september 1884, d. 17. maí 1979.

Guðmundur eignaðist barn með Guðrúnu 1951.
Þau Sigfríð giftu sig, eignuðust sex börn, og Sigfríð átti eitt barn áður. Þau Sigfríð og Guðmundur bjuggu um tíma í Laugarási þar sem þau sáu um garðyrkjustöð, en árið 1955 fluttust þau til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu til ársins 1966, er þau fluttu til Hveragerðis og tóku við Garðyrkjustöðinni Gufudal.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Guðrún Sveinsdóttir, f. 6. mars 1931, d. 3. janúar 2022.
Barn þeirra:
1. Auðbjörg Lilja Lindberg, f. 13. ágúst 1951.

II. Kona Guðmundar var Sigfríð Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1933, d. 19. mars 2020. Þau bjuggu á Sólvangi. Foreldrar hennar Valdimar Lúðvíksson, f. 1. ágúst 1894, d. 26. maí 1985, og Guðlaug Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 28. janúar 1907, d. 22. janúar 1976.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 30. júlí 1953.
2. Hulda Guðmundsdóttir, f. 7. nóvember 1954, d. 16. mars 1999.
3. Einar Guðmundsson, f. 12. september 1956.
4. Valdimar Ingi Guðmundsson, f. 18. apríl 1960.
5. Hrefna Guðmundsdóttir, f. 9. febrúar 1965.
6. Ásta María Guðmundsdóttir, f. 17. september 1969.
Barn Sigfríðar:
1. Ásdís Birna Stefánsdóttir, f. 30. september 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.