Guðlaugur Hansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaugur

Guðlaugur Hansson frá Fögruvöllum fæddist 17. apríl 1874 og lést 16. febrúar 1956. Guðlaugur var uppeldisbróðir ömmu Ása í Bæ og bjó í Litlabæ.

Guðlaugur var bæjarfulltrúi og sat 224 fundi á árunum 1923–1944. Hann bauð sig fram í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum árið 1919 fyrir A-lista en komst ekki inn.
Guðlaugur var virkur í starfi Leikfélags Vestmannaeyja.

I. Kona Guðlaugs var Málfríður Árnadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1870, d. 18. júní 1960.
Fósturbarn þeirra:
1. Málfríður Guðlaug Ingibergsdóttir kennari, f. 31. janúar 1907, d. 1. febrúar 1932.

Myndir