Gunnlaugur Elías Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnlaugur Elías Björnsson sjómaður, vélstjóri fæddist 13. janúar 1941 í Sólhlíð 26 og drukknaði 5. nóvember 1968.
Foreldrar hans voru Björn Kristjánsson frá Núpi við Berufjörð, S.-Múl., vélstjóri, f. þar 4. desember 1911, d. 21. júlí 1996, og kona hans Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, verkakona, f. þar 21. apríl 1919, d. 1. mars 1983.

Börn Guðbjargar og Björns:
1. Gunnlaugur Elías Björnsson sjómaður, f. 13. janúar 1941, drukknaði 5. nóvember 1968. Kona hans Árný Kristinsdóttir.
2. Guðný Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Þórarinn Ingi Ólafsson.
3. Kristjana Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Matthías Sveinsson, látinn.
4. Eygló Björnsdóttir kennari, dósent, f. 19. október 1951. Maður hennar Friðrik Jóhannsson.

Gunnlaugur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1957, lauk hinu minna vélstjóraprófi í Eyjum 1960.
Gunnlaugur var vélstjóri á Ófeigi VE, er hann fórst 1968.
Þau Árný giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eiríkshúsi við Urðaveg 41 í 2 ár, keyptu Lyngholt við Illugagötu 54 og bjuggu þar.
Gunnlaugur drukknaði 1968.

I. Kona Gunnlaugs, (13. janúar 1962), er Árný Ingiríður Kristinsdóttir frá Norðurgarði, húsfreyja, f. þar 20. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Birna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1960. Fyrrum maður hennar Björn Stefánsson úr Höfnum. Sambúðarmaður hennar Dagnýr Vigfússon.
2. Ásdís Gunnlaugsdóttir, vinnur á borpalli fyrir Norðmenn, f. 15. desember 1962. Maður hennar Númi Jónsson úr Keflavík.
3. Þóranna Gunnlaugsdóttir, vinnur við heimilishjálp og veislur, f. 1. ágúst 1964. Fyrrum maður hennar Höskuldur Björnsson. Fyrrum maður hennar Sævar Bragason. Sambúðarmaður hennar Guðjón Baldvin Baldvinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.