Gunnar Þór Jónsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Þór Jónsson.

Gunnar Þór Jónsson læknir fæddist 8. júní 1965 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Ólafur Vigfússon frá Gíslholti við Landagötu 20, vélstjóri, forstjóri, f. 18. júlí 1944, d. 31. október 2022, og kona hans Guðrún Selma Pálsdóttir frá Akurey við Vestmannabraut 46a, húsfreyja, læknaritari, talsímakona, f. 17. júní 1946.

Gunnar Þór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í Flensborgarskóla 1985, lauk almennu læknaprófi (varð cand. med.) í H.Í. 29. júní 1991, fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 21. janúar 1993 og í Noregi 1993, sérfræðingsleyfi í heimilislækningum 11. desember 1998.
Gunnar Þór var á námstímanum heilsugæslulæknir í afleysingum, m.a. í Hveragerði, á Siglufirði, í Eyjum, á Kirkjubæjarklaustri, Ísafirði og Selfossi. Hann var kandídat á Landakotsspítalanum og á Borgarspítalanum 1993, var aðstoðarlæknir á geðdeild Borgarspítalans frá júlí 1993- júni 1994, aðstoðarlæknir í sérfræðinámi í heimilislækningum í Nome kommune á Þelamörk í Noregi frá júlí 1994 til febrúar 1999.
Gunnar Þór var heilsugæslulæknir á Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík frá apríl 1999. (Þannig 2000).
Hann var læknir á Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar frá mars 1993 til júní 1994. Hann kenndi í Slysavarnaskóla sjómanna á m.b. Sæbjörgu.
Þau Hulda Soffía giftu sig 1993. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Kona Gunnars Þórs, (16. október 1993), er Hulda Soffía Hermannsdóttir sjúkraþjálfari, f. 26. júlí 1967.
Foreldrar hennar Hermann Ágúst Bjarnason verkstjóri hjá Selfossbæ, f. 9. ágúst 1933 á Skeiðum, Árn., d. 3. janúar 2021, og kona hans Guðmunda Auður Auðunsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1940 í Fljótshlíð.
Börn þeirra:
1. Guðrún Gunnarsdóttir, f. 26. júní 1992.
2. Hákon Gunnarsson, f. 11. febrúar 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.