Guðríður Halldórsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðríður Halldórsdóttir.

Guðríður Halldórsdóttir heimilisfræðikennari, hótelstjóri, bókhaldari fæddist 16. mars 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Halldór Ágústsson skipstjóri, skipasmiður, f. 26. október 1926, drukknaði 6. janúar 1957, og kona hans Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.

Börn Guðbjargar og Halldórs:
1. Guðríður Halldórsdóttir, f. 16. mars 1953. Maður hennar Emil Theodór Guðjónsson.
2. Ágúst Halldórsson, f. 12. júlí 1954. Kona hans Hólmfríður A. Stefánsdóttir.
3. Björg Halldórsdóttir, f. 20. júlí 1955. Maður hennar Guðsteinn Ingimarsson.

Guðríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á fjórða ári sínu.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1970, lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1972, nam í Hússtjórnarkennaraskóla Íslands 1972-1973 og 1975-1977.
Guðríður var fulltrúi nemenda í Hússtjórnarkennaraskólanum í S.Í.K.N. 1972-1973, formaður nemendasambands hússtjórnarkennara frá 1979.
Hún vann við vörukynningar hjá Mjólkursamsölunni 1977-1979, var hótelstjóri á Edduhótelum á sumrum, á Reykjum í Hrútafirði 1981, í Reykholti í Borgarfirði 1982, 1983 og 1984, á Stóru-Tjörnum 1985, á Hótel Lind í Reykjavík 1989-1994. Á veturna vann hún í bókhaldi hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins (seinna Íslands) 1981-1985, allt árið 1986-1989.
Guðríður var heimilisfræðikennari í Árbæjarskóla 1981-1983, 2003 í Ölduselsskóla, 2004 -2020 í Hvassaleitisskóla.
Þau Emil giftu sig 1975, eignuðust tvö börn.

I. Maður Guðríðar, (6. september 1975), er Emil Theodór Guðjónsson löggiltur endurskoðandi, f. 7. janúar 1945. Foreldrar hans voru Guðjón Emilsson vélsmiður, vaktmaður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1917, d. 27. október 1995, og kona hans Dagrún Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1923, d. 18. október 2015.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Dögg Emilsdóttir hárgreiðslukona, starfsmaður leikskóla, f. 2. desember 1973. Fyrrum maður hennar Melachi Fox.
2. Guðjón Rúnar Emilsson grafiskur hönnuður, rekur eigið fyrirtæki í Þýskalandi, f. 29. desember 1979. Sambúðarkona hans Marion.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðríður.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.