Guðný Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðný Jónsdóttir.

Guðný Jónsdóttir kennari fæddist 31. ágúst 1878 að Galtafelli í Hrunamannahreppi, Árn. og lést 18. desember 1975.
Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason frá Bolafæti þar, bóndi, f. 24. júní 1835, d. 6. desember 1908, og kona hans Gróa Einarsdóttir frá Bryðjuholti þar, húsfreyja, f. 13. ágúst 1837, d. 13. ágúst 1921.

Guðný lauk prófi í Kvennaskólanum í Rvk 1896, sótti kennaranámskkeið 1909, 1910 og 1911, nam við kennaraháskóla í Khöfn og Det tekniske Selskabs Skole 1913-1914.
Hún var heimiliskennari á Staðarbakka og Núpi í Miðfirði 1904-1906, var kennari í Hrunamannahreppi 1905-1906, í Landsveit 1906-1909, í barnaskóla í Haukadal í Dýrafirði 1909-1912 og 1913-1914, var stundakennari í skóla Ásmundar Gestssonar í Rvk 1914-1915, í Barnaskólanum í Eyjum 1915-1916, alþýðuskólanum á Núpi 1916-1918.
Hún reit minningargrein í bókinni Faðir minn, 1950, og nokkrar greinar og eftirmæli í blöðum.
Þau Jón giftu sig 1918, eignuðust eitt barn.
Guðný lést 1975 og Jón 1988.

I. Maður Guðnýjar, (7. desember 1918), var Jón Guuðmundsson rafvirkjameistari, f. 18. ágúst 1896, d. 8. júní 1988. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigfreðsson búfræðingur, bóndi, hreppstjóri á Króki á Rauðasandi, síðar í Lögmannshlíð í Eyjaf., f. 14. maí 1868, d. 3. ágúst 1963, og kona hans Guðrún Júlíana Einarsdóttir Thoroddsen húsfreyja, f. 16. september 1871, d. 2. mars 1949.
Barn þeirra:
1. Gróa Torfhildur Jónsdóttir fiðluleikari, húsfreyja í Reykjavík, f. 28. apríl 1919, d. 29. ágúst 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.