Guðmundur Jensson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Kristján Jensson.

Guðmundur Kristján Jensson kennari, forstöðumaður fæddist 8. febrúar 1950 á Þingeyri við Dýrafjörð og lést 26. janúar 2023.
Foreldrar hans voru Jens Guðmundsson frá Brekku í Dýrafirði, málmsteypumeistari, f. 3. maí 1908, d. 27. september 1966, og kona hans Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir frá Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, húsfreyja, f. 20. júní 1914, d. 22. janúar 2006.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Þingeyri og flutti með þeim til Reykjavíkur 9 ára.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1966, kennaraprófi 1970.
Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1970-1975, Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1975-1980, Grunnskólunum í Eyjum frá 1980 (leyfi 1982-1983). Síðast sinnti hann sérkennslu í Laugarnesskóla þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri.
Guðmundur vann ýmis störf, bæði á sjó og landi. Um tíma átti hann trilluna Pipp með vinum í Eyjum. Síðar átti hann skemmtibát, sem hann var ýmist með á Arnarstapa eða við smábátahöfnina í Reykjavík. Hann var forstöðumaður fjölskylduheimilis fyrir unglinga í sex ár eftir að hann fluttist til Reykjavíkur og eitt ár forstöðumaður í Hvammshúsi í Kópavogi. Hann var mikill áhugamaður um boltaíþróttir og spilaði handbolta með íþróttafélaginu Þór í Vestmannaeyjum. Hann var þjálfari yngri flokka og sat í stjórn knattspyrnuráðs ÍBV í nokkur ár. Hann sinnti trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið í Eyjum og var formaður um tíma, einnig var hann félagi í Akóges.
Hann var síðar forstöðumaður fjölskyldusambýlis unglinga í Reykjavík.
Þau Guðmunda giftu sig 1982, eignuðust ekki börn saman, en Guðmundur fóstraði barn Guðmundu frá fimm ára aldri. Þau bjuggu við Hólagötu 32.
Guðmundur lést 2023.

I. Kona Guðmundar, (5. júní 1982), er Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði, f. 27. apríl 1958.
Barn Guðmundu og fósturbarn Guðmundar:
1. Ingunn Ragna Sæmundsdóttir, f. 11. september 1975. Maður hennar Heiðar Kristinsson


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 6. febrúar 2023. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.