Guðmundur H. Vigfússon (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Hákon Vigfússon.

Guðmundur Hákon Vigfússon kennari fæddist 12. desember 1935 í Varmahlíð í Skagafirði.
Foreldrar hans voru Vigfús Helgason kennari, f. 12. desember 1893, d. 31. júlí 1967, og kona hans Elín Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1909, d. 28. ágúst 1999.

Guðmundur varð gagnfræðingur á Sauðárkróki 1952, stúdent í Menntaskólanum á Akyreyri 1956, lauk prófi í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands 1957. Hann nam í háskólanum í Stokkhólmi 1958-1959, stærðfræði í háskólanum í Lundi 1960-1961.
Hann kenndi í Menntaskólanum á Akureyri 1959-1960, gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1961-1962, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum frá 1962-1963, á gagnfræðastiginu í Rvk 1963-1964, síðar skrifstofumaður í Rvk..


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.