Guðmundur Borgar Gíslason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Borgar Gíslason.

Guðmundur Borgar Gíslason frá Haukfelli við Hvítingaveg 2 fæddist 30. september 1930 í Eyjum og lést 24. mars 2018.
Foreldrar hans voru Gísli Jónsson frá Núpi u. Eyjafjöllum, skipstjóri, f. þar 18. mars 1889, d. 30. desember 1931, og sambúðarkona hans Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Bjargarsteini, Stafholtstungum, Mýr., húsfreyja, f. þar 26. ágúst 1894, d. 19. júní 1971.

Börn Ingibjargar og Gísla:
1. Ágúst Hólm Valdimarsson, sonur Ingibjargar, f. 17. ágúst 1915 í Reykjavík, d. 27. apríl 1947.
2. Guðný Gísladóttir, f. 21. nóvember 1918 í Höfðahúsi, d. 5. júní 2001.
3. Sigríður Kamilla Gísladóttir, f. 26. október 1919 í Uppsölum, d. 14. mars 2009.
4. Pétur Gíslason, f. 11. febrúar 1922 í Uppsölum, d. 21. febrúar 1936.
5. Sigurður Gíslason, f. 1. september 1923 á Haukfelli, d. 22. maí 2010.
6. Ársæll Gíslason, f. 31. desember 1925, d. 31. mars 1927.
7. Sigurjón Steinar Gíslason, f. 20. desember 1927 á Haukfelli, d. 3. ágúst 1935.
8. Guðmundur Borgar Gíslason, f. 30. september 1930 á Haukfelli, d. 24. mars 2018.
9. Gísli Ingimar Gíslason, f. 15. febrúar 1932, d. 4. júlí 1935.

Guðmundur var með foreldrum sínum.
Hann lauk sveinsprófi í múriðn í Reykjavík 1959. Meistari var Stefán Jacobsson.
Hann vann við iðn sína.
Þau Gréta giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Rauðagerði 58 í Reykjavík.

I. Kona Guðmundar Borgars, (28. apríl 1956), var Gréta Björnsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, móttökuritari, f. 15. júní 1932 í Neskaupstað, d. 1. febrúar 2013. Foreldrar hennar voru Björn Ólafur Ingvarsson útvegsbóndi, f. 7. apríl 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 16. ágúst 1969, og kona hans Helga Jenný Steindórsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1907 á Nesi í Norðfirði, d. 9. mars 1933. Stjúpmóðir hennar var Kristrún Árný Guðjónsdóttir, f. 9. mars 1908, d. 1. apríl 1995.
Börn þeirra:
1. Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur, f. 27. nóvember 1955 í Neskaupstað. Kona hans Gunnhildur Gísladóttir.
2. Gísli Guðmundsson jarðfræðingur, f. 22. júní 1957 í Reykjavík. Kona hans Jóhanna Einarsdóttir.
3. Ósk Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. desember 1969 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.