Guðlaugur Lárusson (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valdimar Tómasson og Guðlaugur Lárusson.

Guðlaugur Lárusson frá Álftagróf í Mýrdal, bifreiðastjóri, sútari, verslunarmaður fæddist þar 27. maí 1895 og lést 10. júní 1969 í Rvk.
Foreldrar hans voru Lárus Mikael Pálmi Finnsson bóndi, f. 24. júlí 1856 í Keldudal í Mýrdal, d. 3. janúar 1939, og kona hans Arnlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1867 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 6. mars 1940.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í Álftagróf til 1904, fór þá að Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., var þar vinnumaður 1910, var bifreiðastjóri í Eyjum 1920, bjó á Landamótum við Vesturveg 3a, fluttist til Rvk 1921, var þar sútari 1921 og 1930, verslunarmaður 1939, húsvörður 1948.
Hann lést 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.