Guðjón Vigfússon (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón með börnum sínum.
Tveir synir Guðjóns og frændi.


Guðjón Vigfússon fæddist 15. september 1902 á Grenivík og lést 26. nóvember 1996.
Hann byrjaði sjómennsku á kútter Haraldi frá Hafnarfirði 1919. Fór síðar til Danmerkur og var þar á ýmsum skipum til ársins 1929. Hérlendis var hann um langt skeið á togurum, fiskibátum og kaupskipum.

Hann kom 1941 til Vestmannaeyja stýrimaður á Sæfellinu og varð seinna skipstjóri á því. Var skipstjóri á b/v Sævari VE 102 1947-1948. Hafnarstarfsmaður og lóðs í Eyjum var hann 1949-50. Hann flutti til Reykjavíkur 1951. Þar var hann stýrimaður á Laxfossi og skipstjóri á Akraborg.

Fyrsta kona Guðjóns (1932) var Martha Jensen. Þau skildu. Önnur kona hans (1937) var Kristjana Jakobína Jakobsdóttir. Þau skildu. Þriðja kona hans var Sigurrós Sóley Sigurðardóttir. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 49.
Guðjón byggði Hásteinsveg 49. Húsið var fokhelt um ármótin 1944-´45, og því var lokið vorið 1946.
(Sjá bók hans „Sýður á keipum”).


Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannavísu um Guðjón:

Guðjón skipstjórn gætnisprúð
við grimmlund hafs og manna
stýrir fornri Sæfellsúð
um sollna vegi hranna.

Heimildir

  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal I. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan. Reykjavík 1979.
  • Læknar á Íslandi I., bls. 169. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga ehf. 2000.